Með stofnun Atvinnufjelagsins er verið að ljá hagsmunum smærri fyrirtækja, hinum þögla meirihluta atvinnulífsins, skýra rödd. Ætlunin er að þétta raðirnar hjá launagreiðendum með skilvirkari hlutverkaskiptingu en nú er og heilsteyptari nálgun á viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins - með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Lýðræðislegur grunnur Atvinnufjelagsins verður byggður á meginreglunni um eitt fyrirtæki, eitt atkvæði og aðild að félaginu mun ekki útiloka aðild að öðrum samtökum vinnumarkaðarins.
Atvinnufjelagið einbeitir sér eingöngu að þörfum og hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Félaginu er ætlað að fylgjast með og hafa frumkvæði í hagsmunamálum lítilla og meðastórra fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum (ríki og sveitarfélögum), verkalýðshreyfingu og fjármálamarkaði.
Atvinnufjelagið stendur öllum fyrirtækjum til boða sem vilja efla hagsmunagæslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi.
Samstarf Atvinnufjelagsins við önnur hagsmunafélög og fagfélög er mikilvægt.
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri,
m.a. til að styrkja og jafna stöðu þeirra.
Bæta verður aðgengi að fjármagni. Forsendur lána á Íslandi eru fasteignaveð. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru rúmlega 90% af heildar fjölda allra fyrirtækja í landinu og um 70% allra launþega starfa hjá slíkum fyrirtækjum. Forsendur lána á Íslandi eru fasteignaveð en stór hluti fyrirtækja eru leigutakar.
Atvinnufjelagið gerir ekki kröfu um að félagsmenn framselji kjararétt sinn til félagsins og er samningsumboðið valkvætt. Kröfur Atvinnufjelagsins í kjaramálum taka mið af þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja, einyrkja og sprotafyrirtækja.
Skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi er ójafnt. Verðskrá leyfisgjalda og eftirlits er flöt sem setur hlutfallslega mun hærri kostnað á lítil og meðalstór fyrirtæki.
Stjórn Atvinnufjelagsins skipa: Elísabet Jónsdóttir, Gunnar Ingi Arnarson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Helgi Hrafn Halldórsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Sigmar Vilhjálmsson
Eigandi Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf
Gunnar Ingi Arnarson
Meðeigandi Málmtækni hf.
Helga Guðrún Jónasdóttir
Samskiptastjóri
Helgi Hrafn Halldórsson
Meðeigandi Maven ehf.
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Eigandi Ritari ehf.
Sigmar Vilhjálmsson
Eigandi Munnbitinn ehf.