Saman eru lítil og meðalstór fyrirtæki stærsta afl atvinnulífsins.

Lesa meira um félagið

AF HVERJU AÐ STOFNA FÉLAG EINS OG ATVINNUFJELAGIÐ?


Með stofnun Atvinnufjelagsins er verið að ljá hagsmunum smærri fyrirtækja, hinum þögla meirihluta atvinnulífsins, skýra rödd. Ætlunin er að þétta raðirnar hjá launagreiðendum með skilvirkari hlutverkaskiptingu en nú er og heilsteyptari nálgun á viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins - með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.


Lýðræðislegur grunnur Atvinnufjelagsins verður byggður á meginreglunni um eitt fyrirtæki, eitt atkvæði og aðild að félaginu mun ekki útiloka aðild að öðrum samtökum vinnumarkaðarins.

BÓKAÐU KYNNINGU

Fulltrúar atvinnufjelagsins koma og kynna félagið fyrir félagsmönnum.
Bóka kynningu

Þarfir lítilla og meðalstórra fyrirtækja

Atvinnufjelagið einbeitir sér eingöngu að þörfum og hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja.


Stöndum vörð !

Félaginu er ætlað að fylgjast með og hafa frumkvæði í hagsmunamálum lítilla og meðastórra fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum (ríki og sveitarfélögum), verkalýðshreyfingu og fjármálamarkaði.

Eflum hagsmunagæslu !

Atvinnufjelagið stendur öllum fyrirtækjum til boða sem vilja efla hagsmunagæslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi.


Gott samstarf

Samstarf Atvinnufjelagsins við önnur hagsmunafélög og fagfélög er mikilvægt. 


NÝJUSTU FRÉTTIR

Eftir Helga Guðrún 11. janúar 2025
Þegar betur er að gáð er tryggingagjaldið ekki gjald heldur vanhugsuð skattheimta sem leggst misþungt á fyrirtæki. Eðlilegri og réttlátari framkvæmd væri að reikna gjaldið af heildarveltu en ekki launaveltu. Brýnt að endurskoða framkvæmd gjaldsins að sögn formanns AFj.
11. janúar 2025
Atvinnufjelagið skorar á nýja ríkisstjórn að endurskoða framkvæmd tryggingagjalds. Skattur en ekki gjald sem leggst hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki, eins og staðfest er í nýrri úttekt Atvinnufjelagsins.
Eftir Helga Guðrún 17. nóvember 2024
Niðurstöður nýrrar greiningar á hagrænum áhrifum tryggingagjalds, sem Atvinnufjelagið hefur látið gera, draga skýrt fram hversu misþungt þessi launaskattur leggst á fyrirtæki. Um sláandi mun er að ræða á milli atvinnugreina, sem hefur verið að aukast á undanförnum árum mannaflsfrekum atvinnugreinum óhag. Tryggingagjaldið nemur 6,35% og reiknast gjaldið af launagreiðslum fyrirtækja, en það rennur að stærstum hluta eða 75% í lífeyris- og slysatryggingar almannatryggingakerfisins. Mannaflsfrekar atvinnugreinar standa verst að vígi Eins og útreikingar Atvinnufjelagsins sýna, getur skipt verulegu máli eftir atvinnugrein hversu þungt þetta gjald leggst á fyrirtæki. Þær atvinnugreinar sem standa að jafnaði verst að vígi eiga það sameiginlegt að vera mannaflsfrekar. Oftar en ekki er um þjónustugreinar að ræða, sem hafa ekki forsendur til að draga úr mannaflsþörf með sjálfvirknivæðingu eða innleiðingu gervigreindar í verkferla. Á mannamáli þýðir þetta í reynd að ríkissjóður refsar fyrirtækjum með margt starfsfólk fyrir það eitt að vera stór vinnustaður. Í framkvæmd hefur þetta í för með sér að hlutar vinnumarkaðarins standa undir mun stærri hluta af lífeyris- og slysatryggingagreiðslum ríkisins en aðrir. Það er því að mati Atvinnufjelagsins brýnt að tryggingagjaldið verði endurskoðað með réttlátari skattframkvæmd að markmiði og lagað að jafnari og gagnsærri framkvæmd hvað einstakar atvinnugreinar snertir. Og vel að merkja, að hér sé um gjald að ræða er rangnefni. Tryggingagjaldið er ekkert annað en skattur og það ranglátur vegna þess að hann brýtur á þeirri mikilvægu meginreglu að skattheimta hafi ekki óæskilegar afleiðingar í för með sér á markaði, ekki nema um beina neyslustýringarskatta sé að ræða sem er beinlínis ætlað að stuðla að breytingum með hagrænum hvötum. Tökum frekar upp almennt launagjald Atvinnufélagið telur löngu tímabært að ríki og aðilar vinnumarkaðarins spyrji sig hvort finna megi réttlátari og gagnsærri innheimtuleið. Með hliðsjón af vægi tryggingagjaldsins fyrir tekjuöflun ríkissjóðs, en tryggingagjaldið er þriðji stærsti tekjustofn ríkisins næst á eftir tekjuskatti og virðisaukaskatti, leggur Atvinnufjelagið til að tryggingjaldi verði breytt í almennt tekjugjald. Launagjald reiknast af heildartekjum eða veltu fyrirtækja en ekki launagreiðslum og við það jafnast skattheimtan að verulegu leyti út á milli atvinnugreina. Með hliðsjón af heildarveltu fyrirtækja á síðasta ári hefði 1,52% launagjald skilað sömu tekjum til ríkissjóðs og tryggingagjaldið gerði. Nánari upplýsingar: Tryggingagjald - skattur eða gjald? (pdf) Tryggingagjald – skattur eða gjald? (pdf - einblöðungur)
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 25. júní 2024
Aðalfundur Atvinnufélagsins Hilton Reykjavík Nordica, 20.júní 2024, kl. 16:30.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 25. júní 2024
Atvinnufjelagið er á sínu þriðja starfsári en það var stofnað 31. október 2021. Þetta starfsár hefur litast af kjarasamningum og kjaratengdum málefnum.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 19. júní 2024
Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, mætti í viðtal í Bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um fyrirtækin í landinu og hvernig hægt er að bæta stöðu þeirra.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 30. nóvember 2023
Formaður Atvinnufjelagsins mætti í viðtal í Reykjavík síðdegis til að fara yfir kjaraveturinn framundan og þær áherslur sem AFJ vill leggja inn í þær viðræður.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 20. október 2023
20.okt.2023  Stjórn AFJ fundaði með Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins í vikunni og ræddi við hann um áherslur félagsins þegar kemur að litlum og meðalstórum fyrirtækjum í komandi kjaraviðræðum. Rætt var um að í sameiningu þyrfti að auka kaupmátt launafólks og yrði það ekki gert án aðkomu ríkisins. Það er álit félagsins að nauðsynlegt er að kaupmáttur launa aukist án þess að hækka þurfi verð. Það er mikilvægt til að sporna við verðbólgu og ekki síður er það mikilvægt til að standa vörð um kaupgetu viðskiptavina lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til þess að það gerist þarf aðkomu ríkisins og er stjórn AFJ með nokkrar tilllögur þess efnis sem ræddar voru á þessum fundi.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 15. september 2023
Ný stjórn hittist á fyrsta fundi nýs starfsárs og byrjaði á að bjóða nýjan stjórnarmann velkominn. Félagið vill koma nokkrum málum að í komandi kjaraviðræður.
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 4. júlí 2023
Fundargerð Aðalfundur Atvinnufélagsins Grand Hótel Reykjavík, 28. júní 2023, kl. 16:30 Sigmar Vilhjálmsson, formaður, bauð aðalfundarfólk velkomið og setti fundinn. Því næst lagði hann til að Ingibjörg Valdimarsdóttir tæki að sér fundarstjórn og Aðalheiður Jacobsen ritun fundargerðar og var það einróma samþykkt. Ingibjörg þakkaði viðstöddum traustið og kannaði að því búnu hvort löglega hafi verið boðað til fundarins. Svo reyndist vera og var þá gengið til venjubundinna aðalfundarstarfa skv. dagskrá. Fyrst á dagskrá var skýrsla stjórnar og bauð fundarstjóri Sigmari Vilhjálmssyni orðið. Er formaður hafði lokið máli sínu, þakkaði fundarstjóri honum fyrir greinargóða skýrslu og lagði að því búnu til að fyrirspurnir og umræður um skýrsluna yrðu teknar eftir kynningu á ársreikningum. Var það einróma samþykkt. Fundarstjóri gaf þá orðið Elísabetu Jónsdóttur, stjórnarkonu, sem haldið hefur utan um fjármál félagsins. Í yfirferð Elísabetar kom m.a. fram að tekjur voru samtals um 4,2 milljónir króna og útgjöld Atvinnufjelagsins væru 2,2 milljónir. Félagið á samtals 5,2 milljónir í eigið fé. Er Elísabet hafði lokið máli sínu opnaði fundarstjóri á fyrirspurnir og umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning. Að umræðum loknum bar fundarstjóri svo upp skýrslu og ársreikninga, sem fundarmenn samþykktu samhljóða. Næst á dagskrá fundarins voru lagabreytingar en engar breytingar lágu fyrir fundinum og því var haldið í næsta lið. Næst á dagskrá var ákvörðun félagsgjalda og lagði stjórn til að félagsgjöld yrðu óbreytt á milli ára og var það samþykkt. Félagsgjöldin á starfsárinu 2023-2024 verða því sem hér segir: Einyrkjar kr. 35.000 2-9 stöðugildi kr. 75.000 10-19 stöðugildi kr. 125.000 20-49 stöðugildi kr. 175.000 50-99 stöðugildi kr. 250.000 100 eða fleiri kr. 350.000 Félagasamtök kr. 500.000 Verða þær innheimtar í tvennu lagi, fyrri helmingur um mitt árið og seinni helmingur í lok árs. Næst á dagskrá var stjórnarkjör og skal skv. samþykktum formaður stjórnar kjörinn fyrst. Fyrir fundinum lá framboð Sigmars Vilhjálmssonar og lýsti fundarstjóri eftir fleiri framboðum. Aðrir gáfu ekki kost á sér. Fundarstjóri bar því fram tillögu um endurkjör Sigmars Vilhjálmssonar og var hún einróma samþykkt. Gekk fundarstjóri þá að næsta dagskrárlið sem var kosning sex meðstjórnenda. Fyrir fundinum lá framboð Aðalheiðar V. Jacobsen, Elísabetar Jónsdóttur, Gunnars Inga Arnarsonar , Helgu Guðrúnar Jónasdóttur og Ingibjargar Valdimarsdóttur. Þeir sem ekki bjóða sig áfram fram og víkja úr stjórn er Ómars Þorgils Pálmasonar. Fundarstjóri lýsti eftir öðrum framboðum og bauð Valur Stefánsson sig fram. Fundarstjóri bar fram tillögu um kjör áðurnefndra sem meðstjórnenda og var það samþykkt einróma. Þá lágu fyrir fundinum tillaga um Jónínu Bjartmarz og Snorra Marteinssonar í varastjórn. Önnur framboð bárust ekki og var framboð þeirra einróma samþykkt. Hvað skoðunarmann félagsins snertir var tillaga um Ómar Davíðsson einróma samþykkt, en aðrar tillögur um skoðunarmann voru ekki gerðar. Næst á dagskrá aðalfundarins var ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár. Fráfarandi stjórn gerði tillögu um að stjórnarlaun verði ekki greidd til stjórnarmanna að þessu sinni, líkt og verið hefur hjá fráfarandi stjórn og var það einróma samþykkt. Fyrir lág erindi varðandi nýsköpunar- og frumkvöðlastarf og verða þau mál tekin betur fyrir í stjórn þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Fleira var ekki gert og var aðalfundi slitið kl. 17:15 /AJ
Sjá Meira

STÓRU MÁLIN

 Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri,

m.a. til að styrkja og jafna stöðu þeirra.

STJÓRN

Stjórn Atvinnufjelagsins skipa:  Elísabet Jónsdóttir, Gunnar Ingi Arnarson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Helgi Hrafn Halldórsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Sigmar Vilhjálmsson

Elísabet Jónsdóttir

Eigandi Valfell fasteignamiðlun og ráðgjöf

Gunnar Ingi Arnarson

Meðeigandi Málmtækni hf.

Helga Guðrún Jónasdóttir

Samskiptastjóri

Helgi Hrafn Halldórsson

Meðeigandi Maven ehf.

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Eigandi Ritari ehf.

Sigmar Vilhjálmsson

Eigandi Munnbitinn ehf.

Share by: