Blog Layout

Tryggingagjaldsskýrslan í heild sinni

Þegar betur er að gáð er tryggingagjaldið ekki gjald heldur vanhugsuð skattheimta sem leggst misþungt á fyrirtæki. Eðlilegri og réttlátari framkvæmd væri að reikna gjaldið af heildarveltu en ekki launaveltu. Brýnt að endurskoða framkvæmd gjaldsins að sögn formanns AFj.

Þegar betur er að gáð er tryggingagjaldið ekki gjald heldur vanhugsuð skattheimta sem leggst misþungt á fyrirtæki. Eðlilegri og réttlátari framkvæmd væri að reikna gjaldið af heildarveltu en ekki launaveltu.


Atvinnufjelagi lét nýverið gera úttekt á framkvæmd tryggingagjaldsins, sem leiðir í ljós að það leggst þyngra á fyrirtæki í mannafslfrekum atvinnugreinum og/eða fyrirtæki sem eru í rekstri með hátt launahlutfall.


„Þar sem tryggingjald reiknast af launakostnaði fyrirtækja en ekki heildarveltu verður þetta óhjákvæmilega niðurstaðan,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins, að vonum heldur óhress þar sem stór hluti lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru ýmist í mannaflsfrekum rekstri eða með háan launakostnað, nema hvort tveggja sé.


„Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að það þarf hvorki að vera flókið eða tímafrekt fyrir nýja ríkisstjórn að bæta úr þessu,“ segir Sigmar. „Einfaldasta leiðin væri líklega að miða tryggingagjaldið út frá heildarveltu en ekki launaveltu. Við það myndi það breytast úr launagjaldi í veltugjald og hefði í þeirri útfærslu þurft að vera 1,52% árið 2023 til að skila sömu skatttekjum til ríkíssjóðs. Tryggingagjaldið er þriðji stærsti tekjustofn ríkisins, næst á eftir  virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga.


Hér sé því um mikilvæga tekjulind að ræða og tregða stjórnvalda til breytinga sé því að mörgu leyti skiljanleg. „Hins vegar er ekki síður brýnt að stjórnvöld gæti vel að því hvernig skattar eru innheimtir. Afar mikilvægt er að skattaleg áhrif sé eins hlutlaus og hægt er og grafi Í framkvæmd ekki grafa undan verðamætasköpun atvinnulífsins, eins og tryggingagjaldið gerir í reynd,“ segir Sigmar með áherslu.


Tryggingagjald - skattur eða gjald? (pdf)


Málið í hnotskurn (pdf einblöðungur)



11. janúar 2025
Atvinnufjelagið skorar á nýja ríkisstjórn að endurskoða framkvæmd tryggingagjalds. Skattur en ekki gjald sem leggst hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki, eins og staðfest er í nýrri úttekt Atvinnufjelagsins.
Eftir Helga Guðrún 17. nóvember 2024
Niðurstöður nýrrar greiningar á hagrænum áhrifum tryggingagjalds, sem Atvinnufjelagið hefur látið gera, draga skýrt fram hversu misþungt þessi launaskattur leggst á fyrirtæki. Um sláandi mun er að ræða á milli atvinnugreina, sem hefur verið að aukast á undanförnum árum mannaflsfrekum atvinnugreinum óhag. Tryggingagjaldið nemur 6,35% og reiknast gjaldið af launagreiðslum fyrirtækja, en það rennur að stærstum hluta eða 75% í lífeyris- og slysatryggingar almannatryggingakerfisins. Mannaflsfrekar atvinnugreinar standa verst að vígi Eins og útreikingar Atvinnufjelagsins sýna, getur skipt verulegu máli eftir atvinnugrein hversu þungt þetta gjald leggst á fyrirtæki. Þær atvinnugreinar sem standa að jafnaði verst að vígi eiga það sameiginlegt að vera mannaflsfrekar. Oftar en ekki er um þjónustugreinar að ræða, sem hafa ekki forsendur til að draga úr mannaflsþörf með sjálfvirknivæðingu eða innleiðingu gervigreindar í verkferla. Á mannamáli þýðir þetta í reynd að ríkissjóður refsar fyrirtækjum með margt starfsfólk fyrir það eitt að vera stór vinnustaður. Í framkvæmd hefur þetta í för með sér að hlutar vinnumarkaðarins standa undir mun stærri hluta af lífeyris- og slysatryggingagreiðslum ríkisins en aðrir. Það er því að mati Atvinnufjelagsins brýnt að tryggingagjaldið verði endurskoðað með réttlátari skattframkvæmd að markmiði og lagað að jafnari og gagnsærri framkvæmd hvað einstakar atvinnugreinar snertir. Og vel að merkja, að hér sé um gjald að ræða er rangnefni. Tryggingagjaldið er ekkert annað en skattur og það ranglátur vegna þess að hann brýtur á þeirri mikilvægu meginreglu að skattheimta hafi ekki óæskilegar afleiðingar í för með sér á markaði, ekki nema um beina neyslustýringarskatta sé að ræða sem er beinlínis ætlað að stuðla að breytingum með hagrænum hvötum. Tökum frekar upp almennt launagjald Atvinnufélagið telur löngu tímabært að ríki og aðilar vinnumarkaðarins spyrji sig hvort finna megi réttlátari og gagnsærri innheimtuleið. Með hliðsjón af vægi tryggingagjaldsins fyrir tekjuöflun ríkissjóðs, en tryggingagjaldið er þriðji stærsti tekjustofn ríkisins næst á eftir tekjuskatti og virðisaukaskatti, leggur Atvinnufjelagið til að tryggingjaldi verði breytt í almennt tekjugjald. Launagjald reiknast af heildartekjum eða veltu fyrirtækja en ekki launagreiðslum og við það jafnast skattheimtan að verulegu leyti út á milli atvinnugreina. Með hliðsjón af heildarveltu fyrirtækja á síðasta ári hefði 1,52% launagjald skilað sömu tekjum til ríkissjóðs og tryggingagjaldið gerði. Nánari upplýsingar: Tryggingagjald - skattur eða gjald? (pdf) Tryggingagjald – skattur eða gjald? (pdf - einblöðungur)
Eftir Ingibjörg Valdimarsdottir 25. júní 2024
Aðalfundur Atvinnufélagsins Hilton Reykjavík Nordica, 20.júní 2024, kl. 16:30.
Share by: